Pages

Saturday, September 22, 2012

Myndband Ermarsund 2012


Fyrsta íslenska boðsundssveitin sem syndir yfir Ermarsundið.

Frá vinstri, Kristinn,Ásgeir, Hálfdán, Heimir (Liðstjóri), Árni, Birna og Björn


Föstudaginn 21. september 2012 lauk boðsundssveit frá Sundfélagi Hafnarfjarðar að synda yfir Ermarsundið.  Lagt var af stað kl 03:11 á íslenskum tíma að nóttu til.  Synt var í svarta myrkri fyrstu þrjá tímana í talsverðu ölduróti lengst af leiðinni.  12 klst og 44 mínútum og um það bil 50 km síðar náði boðsundsveitin Frakklandsströnd í logni og fallegu veðri.

Sundréttur sveitatinnar átti að hefjast á laugardeginum en samkvæmt veðurspá átti veðurglugginn að lokast þann dag og út vikuna.  Föstudagurinn reyndist því vera eini möguleikinn til að synda og óskaði sveitin eftir því að fara fyrr af stað sem gekk eftir.

Sundmenn syntu í eftirfarandi röð: Háldán Freyr Örnólfsson‚ Árni Þór Árnason, Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Kristinn Magnússon, Björn Ásgeir Guðmundsson og Ásgeir Elísasson.

Sundið gekk í alla staði vel og naut hún dyggrar aðstoðar Heimis Arnar Sveinsson sundmanns sem bar hitann og þungann að skipulagningu ferðarinnar og liðstjórn.

Til að fá boðsund yfir Ermarsundið viðurkennt þarf að hlýta ströngum reglum varðandi skiptingar, tímasetningar, röð sundmanna og landtöku.  Einungis má synda í hefðbundum óeinangrandi sundfötum.
Boðsundssveitin vill þakka Símanum, ÍBH, Lansvirkjun , Securitas o.fl. fyrir veittan stuðning.
Boðsundsveit að loknu sundi.  Frá vinstri neðri röð, Kristinn, Árni, Ásgeir, Björn. Frá vinstri efri röð: Birna og Hálfdán