Pages
Wednesday, June 29, 2011
Monday, June 27, 2011
Að loknu vel heppnuðu Securitas sólarhringssjósundi.
Óhætt er að segja að sundið hafi heppnast vel í alla staði. Næst á dagskrá er Ermarsund 2011
Við náðum að slá margar flugur í einu höggi:
1. fluga -> Framkvæma fyrsta sólarhringssjóund (Boðsund) við strendur Íslands
2. fluga -> Undirbúa og æfa boðsundsveit og Árna fyrir þrekraunir Ermarsundsins
3. fluga -> Síðan ekki síst, fjölmiðlaathygli sem kynnti Ermarsundið hans Árna Þórs og boðsundsveitarinnar
Nokkrar staðreyndir um sundið:
- 6 manna boðsundsveitin synti um 70 km. Hver synti í 30 mín hólfum í átta umferðum. Hver sundgarpur synti því í 4 klst og að meðatali um 12 km.
- Sjóhiti var frá 9° - 12 °
- Sundið var synt í óhitaeinangri sundfötum (hefðbundnum sundskýlum) og allir voru ósmurðir (Án feiti) allan tímann. Yfir há nóttina brá Heimir sér í óhitaeinangri swimskin keppnisgalla.
- Margir komu og syntu með görpunum. Fyrst ber að nefna Árna sem synti sirka 3 klst 30 mín allt er tekið saman. Hann synti mest með Ásgeiri og síðan var hann að æfa matargjafir. Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Drangeyjarkappi lét sjá sig þrisvar og synti í um 1 klst. Hafnfirðingurinn og sundgarpurinn Guðni Guðnasson synti með okkur tvisvar í röð í fyrstu umferðinni. Benni Hjartar, Ermarsundgarpur var hópnum og Árna til halds traust og miðlaði reynslu sinni og síðan ekki síst orkubitunum "gullabiti" sem hann bakar svo snilldarlega
- Fyllsta öryggis var gætt. Björgunarsveitarmenn úr Kópavog fylgdu okkur frá kl 19:00 - 10:00. Eftir það syntum við meðfram ströndinni og létum alltaf einhvern fylgjast með.
MBL.is 24. júlí
Bylgjan hádegisfréttir 26. júlí
Stöð fréttir 25. júlí
Útvarpsfréttir RUV 24. júlí
RUV sjónvarpsfrétt 24. júlí
Svo að lokum, nokkur vídeó
Svona á að hita upp fyrir sjósund um miðja nótt !
Svona fóru skiptingar fram
Árni synti með Ásgeir nokkur skipti. Skipting við Bjössa í umferð nr 2
Árni æfir matargjafir
Kvöldgalsi í mönnum
Saturday, June 25, 2011
Fyrsta sólarhrings Sjóboðsund við strendur Íslands staðreynd
Nú rétt rúmlega kl 19:10 kláraði Ásgeir Járnkall sína 8. umferð og þar með var fyrsta sólarhringssjóund við strendur Íslands staðreynd. Árni Þór synnti með honum og þeim var vel fagnað.
Hópurinn synti um 70 km (69,5km) í 9° til 12° heitum sjó. Veður var gott allann tímann.
Von er á fleiri upplýsingum á morgum.
Nú styttist í annan endann
Hér er fullt af fólki í Nauthólsvíkinni vegna leikjadag í tilefni 25 ára afmæli ÍTR. Boðsundið hefur fengið mikla athygli og nánast allir fjölmiðlar voru á staðnum núna áðan.
8. og síðasta umferðin byrja um 16:10. Röðin er eins og hún verið allt sundið:
1610 Heimir Örn
1640 Hálfdán
1710 Kristinn
1740 Birna
1810 Björn
1840 til 1910 Ásgeir
Búinn að synda um 70 km og allir orðnir þreyttir og "létt" steiktir af svefnleysi og þrekraunum í sjónum.
Við munum ljúka þessu fyrsta Sólarhrings sjósundi Íslandssögunar með stæl. Spurning hvort viðtökum plankann með honum Ásgeiri í lokasundinum ??
Við klárum þetta !
Nú reynir virkilega á mannskapinn. Það hefur verið mjög takmörkuð hvíld og þreyta er farinn að segja til sýn í 11° heitum sjó. Garparnir eru misfóðraðir en Heimir hefur verið að lenda í vandræðum með kulda. Ásgeir er slæmur í öxlinni og getur ekki synt skriðsund en við erum staðráðin í að klára þetta. Hver tekur sýna 30 mín vakt. Erum í 6. umferð og eigum einungis tvær eftir. kl 12:00 vorum við búinn að synda 17 klst og synda 52 km
Þriðja umferð að klárast
Dáni fer útí kl 01:40
Nú stendur yfir þriðja umferð. Heimir byrjaði hana kl 01:10. Hver sundmaður syndir í 30 mín sem þýðir að hann þarf að fara 8 sinnum ofaní. Hér má sjá röðina. Nú fer að reyna mannskapinn þar sem úti og sjóhiti lækkar yfir nóttina og líkamshiti garpana fellur niður. Menn úr björgunarsveit Kópavogs standa vaktina á fylgdarbát sínum með myndarbrag og sjá til þess að fyllsta öryggis sé gæts. Stillt veður, 9° útihiti og sjórinn um 10°.
Friday, June 24, 2011
Plankað inn í nætursólina
Sundið gengur mjög vel . Komnir í aðra umferð en Birna er að skiptir nú við Kristinn. Kvöldið einstaklega falleg í Nauthólsvíkinni og stemmningin fín í hópnum.
Hægt að fylgjast með skiptingum hér
20:40 Birna skiptir við Kristinn
Guðni Guðnason sjósundgarpur úr Hafnarfirðinum syndir með Birnu til að sína stuðning sinn við verkefnið
Árni og Heimir tóku fyrsta sprett
Árni og Heimir byrjuðu sólarhringsundið kl 19:10. Þeir syntu í 30 mín. Hálfdán tók við og nú er Kristinn að byrja. Hver sundmaður syndir í 30 mín.
Thursday, June 23, 2011
Monday, June 20, 2011
Securitas Jónsmessu sólarhringssjósund
Þann 24. júní, Jónsmessudag ætlar hópur sjósundsgarpa að synda sólarhringssjósund í Nauthólsvíkinni.
Sundið er liður í að kynna og undirbúa 6 manna boðsundsveit og Árna Þór Árnason í að sigra Ermarsundið í byrjun júlí á þessu ári.
Boðsundsveit ásamt Árna munu byrja á jónsmessudegi 24. júní kl 19:00 og sundið mun standa yfir til kl 19:00, þann 25. júní. Hver sundmaður í sveitinni syndir yfir til Kópavogs og aftur til baka í Nauthólsvíkina eða meðfram ströndinni. Til að standast kröfur fyrir Ermarsund þarf Árni að synda í 6 klst í sjó. Stefnt er á að Árni æfi fæðuinntöku úr bát ásamt öðrum tækniatriðum sem þarf að æfa fyrir Ermarsundið.
Fyllsta öryggis verður gætt en björgunasveit Kópavogs munu skiptast á að fylgja sjósundsgörpunum allan sólarhringinn.
Hægt verður að sýna sundmönnunum stuðning með því að synda með þeim eða hvetja þá áfram í fjöruborðinu.
Yfir daginn, 25 júní er stefnt á að bjóða upp ýmsa skemmtilega viðburði. Meðal annars getur fólk kynnt sér undirbúninginn og þann búnað sem þarf til að sigra Ermarsundið. Benedikt Hjartarson sem var fyrstur Íslendinga til að sigra Ermarsundið verður á staðnum til að fræða fólk um Ermarsundið og undirbúning þess.
Mætið eða fylgist hér með á ermarsund.com og Facebooksíðu og látið ekki þennan einstaka atburð framhjá ykkur fara.
Subscribe to:
Posts (Atom)