Pages

Monday, June 20, 2011

Securitas Jónsmessu sólarhringssjósund



Þann 24. júní, Jónsmessudag ætlar hópur sjósundsgarpa að synda sólarhringssjósund í Nauthólsvíkinni.

Sundið er liður í að kynna og undirbúa 6 manna boðsundsveit og Árna Þór Árnason í að sigra Ermarsundið í byrjun júlí á þessu ári. 

Boðsundsveit ásamt Árna munu byrja á jónsmessudegi 24. júní kl 19:00 og sundið mun standa yfir til kl 19:00, þann 25. júní. Hver sundmaður í sveitinni syndir yfir til Kópavogs og aftur til baka í Nauthólsvíkina eða meðfram ströndinni. Til að standast kröfur fyrir Ermarsund þarf Árni að synda í 6 klst í sjó. Stefnt er á að Árni æfi fæðuinntöku úr bát ásamt öðrum tækniatriðum sem þarf að æfa fyrir Ermarsundið.

Fyllsta öryggis verður gætt en björgunasveit Kópavogs munu skiptast á að fylgja sjósundsgörpunum allan sólarhringinn.

Hægt verður að sýna sundmönnunum stuðning með því að synda með þeim eða hvetja þá áfram í fjöruborðinu.

Yfir daginn, 25 júní er stefnt á að bjóða upp ýmsa skemmtilega viðburði. Meðal annars getur fólk kynnt sér undirbúninginn og þann búnað sem þarf til að sigra Ermarsundið. Benedikt Hjartarson sem var fyrstur Íslendinga til að sigra Ermarsundið verður á staðnum til að fræða fólk um Ermarsundið og undirbúning þess.


Mætið eða fylgist hér með á ermarsund.com og Facebooksíðu og látið ekki þennan einstaka atburð framhjá ykkur fara.



No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.