Pages

Monday, June 27, 2011

Að loknu vel heppnuðu Securitas sólarhringssjósundi.


Óhætt er að segja að sundið hafi heppnast vel í alla staði.  Næst á dagskrá er Ermarsund 2011

Við náðum að slá margar flugur í einu höggi:

1. fluga ->   Framkvæma fyrsta sólarhringssjóund (Boðsund) við strendur Íslands
2. fluga ->   Undirbúa og æfa boðsundsveit og Árna fyrir þrekraunir Ermarsundsins
3. fluga ->   Síðan ekki síst, fjölmiðlaathygli sem kynnti Ermarsundið hans Árna Þórs og boðsundsveitarinnar


Nokkrar staðreyndir um sundið:
  • 6 manna boðsundsveitin synti um 70 km.  Hver synti í 30 mín hólfum í átta umferðum.  Hver sundgarpur synti því  í 4 klst og að meðatali um 12 km.
  • Sjóhiti var frá 9° - 12 °
  • Sundið var synt í óhitaeinangri sundfötum (hefðbundnum sundskýlum) og allir voru ósmurðir (Án feiti) allan tímann.  Yfir há nóttina brá Heimir sér í óhitaeinangri swimskin keppnisgalla.  
  • Margir komu og syntu með görpunum. Fyrst ber að nefna Árna sem synti sirka 3 klst 30 mín allt er tekið saman.  Hann synti mest með Ásgeiri og síðan var hann að æfa matargjafir.  Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Drangeyjarkappi lét sjá sig þrisvar og synti í um 1 klst.  Hafnfirðingurinn og sundgarpurinn Guðni Guðnasson synti með okkur tvisvar í röð í fyrstu umferðinni.  Benni Hjartar, Ermarsundgarpur var hópnum og Árna til halds traust og miðlaði reynslu sinni og síðan ekki síst orkubitunum "gullabiti" sem hann bakar svo snilldarlega
  • Fyllsta öryggis var gætt. Björgunarsveitarmenn úr Kópavog fylgdu okkur frá kl 19:00 - 10:00.  Eftir það syntum við meðfram ströndinni og létum alltaf einhvern fylgjast með.
Hérna er smá yfirlit yfir fjömiðlaumfjöllunina:

MBL.is 24. júlí

Bylgjan hádegisfréttir 26. júlí

Stöð fréttir 25. júlí

Útvarpsfréttir RUV 24. júlí

RUV sjónvarpsfrétt 24. júlí

Svo að lokum, nokkur vídeó

Svona á að hita upp fyrir sjósund um miðja nótt !

Svona fóru skiptingar fram

Árni synti með Ásgeir nokkur skipti. Skipting við Bjössa í umferð nr 2

Árni æfir matargjafir

Kvöldgalsi í mönnum


No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.