Óhætt er að segja að sundið hafi heppnast vel í alla staði. Næst á dagskrá er Ermarsund 2011
Við náðum að slá margar flugur í einu höggi:
1. fluga -> Framkvæma fyrsta sólarhringssjóund (Boðsund) við strendur Íslands
2. fluga -> Undirbúa og æfa boðsundsveit og Árna fyrir þrekraunir Ermarsundsins
3. fluga -> Síðan ekki síst, fjölmiðlaathygli sem kynnti Ermarsundið hans Árna Þórs og boðsundsveitarinnar
Nokkrar staðreyndir um sundið:
- 6 manna boðsundsveitin synti um 70 km. Hver synti í 30 mín hólfum í átta umferðum. Hver sundgarpur synti því í 4 klst og að meðatali um 12 km.
- Sjóhiti var frá 9° - 12 °
- Sundið var synt í óhitaeinangri sundfötum (hefðbundnum sundskýlum) og allir voru ósmurðir (Án feiti) allan tímann. Yfir há nóttina brá Heimir sér í óhitaeinangri swimskin keppnisgalla.
- Margir komu og syntu með görpunum. Fyrst ber að nefna Árna sem synti sirka 3 klst 30 mín allt er tekið saman. Hann synti mest með Ásgeiri og síðan var hann að æfa matargjafir. Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Drangeyjarkappi lét sjá sig þrisvar og synti í um 1 klst. Hafnfirðingurinn og sundgarpurinn Guðni Guðnasson synti með okkur tvisvar í röð í fyrstu umferðinni. Benni Hjartar, Ermarsundgarpur var hópnum og Árna til halds traust og miðlaði reynslu sinni og síðan ekki síst orkubitunum "gullabiti" sem hann bakar svo snilldarlega
- Fyllsta öryggis var gætt. Björgunarsveitarmenn úr Kópavog fylgdu okkur frá kl 19:00 - 10:00. Eftir það syntum við meðfram ströndinni og létum alltaf einhvern fylgjast með.
MBL.is 24. júlí
Bylgjan hádegisfréttir 26. júlí
Stöð fréttir 25. júlí
Útvarpsfréttir RUV 24. júlí
RUV sjónvarpsfrétt 24. júlí
Svo að lokum, nokkur vídeó
Svona á að hita upp fyrir sjósund um miðja nótt !
Svona fóru skiptingar fram
Árni synti með Ásgeir nokkur skipti. Skipting við Bjössa í umferð nr 2
Árni æfir matargjafir
Kvöldgalsi í mönnum
No comments:
Post a Comment
Note: Only a member of this blog may post a comment.