Dáni fer útí kl 01:40
Nú stendur yfir þriðja umferð. Heimir byrjaði hana kl 01:10. Hver sundmaður syndir í 30 mín sem þýðir að hann þarf að fara 8 sinnum ofaní. Hér má sjá röðina. Nú fer að reyna mannskapinn þar sem úti og sjóhiti lækkar yfir nóttina og líkamshiti garpana fellur niður. Menn úr björgunarsveit Kópavogs standa vaktina á fylgdarbát sínum með myndarbrag og sjá til þess að fyllsta öryggis sé gæts. Stillt veður, 9° útihiti og sjórinn um 10°.
No comments:
Post a Comment
Note: Only a member of this blog may post a comment.