Pages
Sunday, July 10, 2011
Árni þurfti að hætta sundi eftir 36,5 km og tæplega 10 stunda sund
Hægt að fylgjast með ferðum annarra sundmanna á Ermarsundi

Árni orðinn mjög tæpur, axlarmeiðsl farin að gera vart við sig
Árni heldur áfram
Nú er sólin farin að skína hér Frakklands megin og Árni fær orku frá henni og hefur heldur hert sundið. Nú þarf hann virkilega að taka á því og það er alls enginn uppgjafartónn í honum. Jón synti með honum í tæpan klukkutíma. Benni mun líklega fara útí kl 12.00 að íslenskum tíma og synda með Árna. Vindur er 5 m/s, lofthiti er 14,6 og sjávarhiti 14,3
Árni er núna búinn að vera 7 tíma og 30 mínútur á sundi og hefur lagt 30 km að baki. Þess má geta að heimsmetið er rétt rúmlega 7 tímar og lengsti skráði tími einstaklings yfir Ermarsundið er 28 klukkustundir. Aðeins hefur einum solosundmanni tekist að ljúka Ermarsundi í ár, það var Marcella Mcdonald frá Bandaríkjunum sem gerði það 26. júní á 10 klst og 34 mínútum.
Sendum Jón út í til að hvetja Árna til dáða.
Sendum Jón út í til að hvetja Árna til dáða. Árni hefur hægt verulega á sér og þarf að herða sig. Miklir og sterkir straumar hafa borið okkur af leið. Bíðum eftir að straumar verði okkur hagstæðari. Aukasundmaðurinn má vera klukkutíma mest í sjónum. Svo verður að líða að lágmarki klukkustund á milli næsta sundmanns sem syndir með. Nú eru komnir 26 km.
Nálgumst franska lögsögu en Árni þarf að herða sundið.
Nú er Árni búinn að synda í rétt rúmlega 5 klukkustundir og hefur lagt 23 kílómetra að baki. Það er gríðarleg umferð skipa á Sundinu enda um fjölförnustu siglingaleið í heimi að ræða. Franska landhelgisgæslan var að senda út tilkynningu til skipa að vara sig á sundfólki.
Rúmlega 15 km búnir af sundinu
Hægt er að fylgjast með ferðum Árna á sérstakri vefsíðu hér.
3 matargjafir búnar
Árni búinn med 2.2 kílómetra á 30 mínútum, útfallid hjálpar.
Hitastig sjávar er 15,8 og lofthiti er 17 grádur.
Saturday, July 9, 2011
Nýjustu upplýsingar: lagt af stað kl. 05.00 í fyrramálið

Erum enn að bíða eftir staðfestingu á sundinu frá skipstjóranum okkar
Friday, July 8, 2011
Föstudagur 8. júlí í Dover
Árni verður eftir í Dover og fer aðeins í sjóinn en hvílist að öðru leiti. Nú er hann byrjaður að "load-a" sig af efnum í vökvaformi sem munu gefa honum auka búst þegar kemur að sundinu.
Við enduðum daginn á góðum skipulagsfundi þar sem farið var yfir langan tékklista, meðal annars hvaða búnað við þurfum að hafa með út á sjó, vistir og annan búnað sem þarf að vera meðferðis. Við fórum yfir sundáætlun og hlutverkaskiptingu um borð.
Í fyrramálið munum við svo halda fund með skipstjóranum okkar Stuart og fara yfir planið. Hann verður búinn að skoða nýjustu veður- og vindaspá og einnig þarf að skoða hvernig stendur á með flóð og ákveða starttímann með hliðsjón af því. Í dag kvöddum við svo félaga okkar í boðsundsveitinni, þau áttu flug heim til Íslands í kvöld með Iceland Express. Bretarnir voru mikið að spyrja okkur hvort annað eldgos væri í vændum því BBC hafði víst flutt fréttir af því að eldfjallið Hekla væri um það bil að fara að gjósa :) Við vorum pollról og sögðum þeim að þetta væri nú ekkert til að hafa áhyggjur af! Nú ef svo illa vill til að Hekla gjósi og við komumst ekki heim þá heitir Árni því að synda fram og tilbaka yfir Ermarsundið ;)
Bestu kveðjur frá öllum heim til Íslands.
p.s. Benni á afmæli á morgun og við ætlum að koma honum á óvart...ekki segja honum frá!
Veður í Dover og á Ermarsundi

Fróðleikur um Ermarsund
Þar má finna ýmsan fróðleik svo sem hverjir hafa klárað Ermarsund í ár og fyrri ár.
Upplýsingar um skipstjórann okkar Stuart er að finna hér. Þegar sundið hans Árna hefst má fylgjast með ferðum okkar og skipsins Sea Leopard hér.
Margar skondnar en strangar reglur gilda í Ermarsundinu svo það að frá þeim tíma sem sundmaður fer af stað frá Dover og þar til hann nemur land á ströndum Frakklands má hann ekki snerta neitt nema sjóinn og matinn sinn!! Öll snerting við bát og fólk þýðir að sundmaður er út leik. Sjá meira um þetta hér á reglusíðu CSA.
Thursday, July 7, 2011
Nýjar myndir frá Dover
Fimmtudagur 7. júlí í Dover
Wednesday, July 6, 2011
Miðvikudagur 6. júlí í Dover
Góður dagur að baki. Alls komu 7 Íslendingar til Dover í dag og bættust við hópinn. Veður var með ágætum, um 20 stiga hiti en töluverður vindur í sundinu. Árni Þór tók góða æfingu í morgun í höfninni og þar var tölvuverð alda sem gott er að æfa sig á því þær verða fleiri og meiri úti á Sundinu! Eftir sundsprett seinnipartinn fór hópurinn á enska knæpu til að borða og skipuleggja morgundaginn. Hluti hópsins ætlar til Frakklands á morgun og mun skoða Calais og næsta nágrenni. Ágætis spá er fyrir næstu daga, sólríkt og um 20 stiga hiti en vindur verður áfram nokkuð sterkur, amk fram á laugardag. Hiti sjávar er um 14 gráður. Sundréttur Árna hefst formlega núna á miðnætti en nokkuð útséð er með að ekki gefist færi til að hefja sund fyrr en eftir amk 2 sólarhringa, en allt getur svo sem gerst og við munum reglulega gefa frá okkur stuttar fréttir og tilkynningar hér á síðunni svo fylgist vel með framvindunni hér á vefsíðunni okkar.