Fyrir fróðleiksfúsa má benda á sérlega skemmtilega og upplýsandi heimasíðu The Channel Swimmers Association.
Þar má finna ýmsan fróðleik svo sem hverjir hafa klárað Ermarsund í ár og fyrri ár.
Upplýsingar um skipstjórann okkar Stuart er að finna hér. Þegar sundið hans Árna hefst má fylgjast með ferðum okkar og skipsins Sea Leopard hér.
Margar skondnar en strangar reglur gilda í Ermarsundinu svo það að frá þeim tíma sem sundmaður fer af stað frá Dover og þar til hann nemur land á ströndum Frakklands má hann ekki snerta neitt nema sjóinn og matinn sinn!! Öll snerting við bát og fólk þýðir að sundmaður er út leik. Sjá meira um þetta hér á reglusíðu CSA.
No comments:
Post a Comment
Note: Only a member of this blog may post a comment.