Nú er sólin farin að skína hér Frakklands megin og Árni fær orku frá henni og hefur heldur hert sundið. Nú þarf hann virkilega að taka á því og það er alls enginn uppgjafartónn í honum. Jón synti með honum í tæpan klukkutíma. Benni mun líklega fara útí kl 12.00 að íslenskum tíma og synda með Árna. Vindur er 5 m/s, lofthiti er 14,6 og sjávarhiti 14,3
Árni er núna búinn að vera 7 tíma og 30 mínútur á sundi og hefur lagt 30 km að baki. Þess má geta að heimsmetið er rétt rúmlega 7 tímar og lengsti skráði tími einstaklings yfir Ermarsundið er 28 klukkustundir. Aðeins hefur einum solosundmanni tekist að ljúka Ermarsundi í ár, það var Marcella Mcdonald frá Bandaríkjunum sem gerði það 26. júní á 10 klst og 34 mínútum.
Tær snilld hjá ykkur öllum. Við fylgjumst með og nögum neglur í gríð og erg. Pósta meira, pósta meira. og öskra á kallinn þegar þess þarf.
ReplyDeletekv. frá Íslandi
Anna og Biggi
ég er alveg að missa mig hérna........ég veit þú getur þetta Árni!
ReplyDeleteKristín Helgadóttir Komplett
já ég (óþekktur, núll og nix) vildi fá fleiri pósta. axel
ReplyDelete