Nú er Árni búinn að synda 15 kílómetra og miðar honum vel áfram þrátt fyrir smá verk í öxlum. Síðasta matargjöf gékk vel og fékk hann orkudrykk í þetta skiptið. Ingþór sér um gjafirnar sem nú gerast með 30 mínútna millibili og það er fyrirfram ákveðið hvað gefið er í hvert skipti. Benni fylgist með sundstíl og sundstefnu Árna og gefur honum viðeigandi skipanir reglulega.
Hægt er að fylgjast með ferðum Árna á sérstakri vefsíðu hér.
No comments:
Post a Comment
Note: Only a member of this blog may post a comment.