Pages

Saturday, July 9, 2011

Nýjustu upplýsingar: lagt af stað kl. 05.00 í fyrramálið



Stuart skipstjóri hringdi í Árna núna rétt í þessu til að staðfesta að við eigum að mæta niður á bryggju kl. 04.30 og ef allt gengur að óskum verður lagt í hann kl 05.00 að staðartíma sem er 04.00 að íslenskum tíma. Það er óðum að lygna en spurningin er hvort aldan verði að fullu gengin niður í fyrramálið. Núna krossleggjum við fingur og vonum að hægt verði að leggja í hann og Árni er algjörlega klár í baráttuna og búinn að load-a sig vel upp af kolvetnum! Við munum gefa ykkur upplýsingar í fyrramálið um leið og þetta skýrist. Bestu kveðjur frá Dover, Árni & Co.

No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.