Pages

Sunday, July 10, 2011

Árni orðinn mjög tæpur, axlarmeiðsl farin að gera vart við sig

Hægri öxl Árna er orðin mjög tæp og hefur hann ekki getað beitt hendinni sem skyldi. Það hefur gert það að verkum að við höfum aðeins farið hálfa mílu á síðasta einum og hálfa klukkutímanum. Mjög sterkir straumar hafa ýtt Árna af sundleiðinni. Ingþór og Benni töluðu við Árna í síðustu matargjöf og urðu þeir sammála um að Árni myndi synda í hálftíma í viðbót og sjá hvort hann nái að kreysta meira úr hægri höndinni. Staðan verður svo endurmetin sum sé eftir 30 mínútur. Það er engu að síður gríðarlegur baráttuandi í Árna.

No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.