Pages
Tuesday, July 5, 2011
Fréttir af boðsundsveitinni
Boðsundsveitin lagði upp í höfninni í Dover uppúr 23.10 að íslenskum tíma í gærkvöldi. Sundið byrjaði afar vel og syntu fyrstu 3 sundmennirnir hratt og örugglega í átt að ströndum Frakklands. Hins vegar varð fjórði sundmaðurinn veikur stuttu eftir að hann lagðist til sunds og það gerði honum ókleyft að halda sundinu áfram. Þar með lauk Ermarsundi boðsundsveitarinnar í ár. Það var vitað fyrirfram að ekkert er gefið þegar kemur að Ermarsundi og ekki að ósekju að innan við tuttugu prósent klára sundið. Við horfum hins vegar bjartsýn og full eldmóði á framhaldið og gefum Árna Þór góða strauma fyrir hans sund. Árni Þór á fyrsta sundrétt frá 7. til 14. júlí. Eins og veður- og vindaspár líta út í dag er gert ráð fyrir að Árni leggi í hann annaðhvort á sunnudag eða mánudag.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Note: Only a member of this blog may post a comment.