Góður dagur að baki. Alls komu 7 Íslendingar til Dover í dag og bættust við hópinn. Veður var með ágætum, um 20 stiga hiti en töluverður vindur í sundinu. Árni Þór tók góða æfingu í morgun í höfninni og þar var tölvuverð alda sem gott er að æfa sig á því þær verða fleiri og meiri úti á Sundinu! Eftir sundsprett seinnipartinn fór hópurinn á enska knæpu til að borða og skipuleggja morgundaginn. Hluti hópsins ætlar til Frakklands á morgun og mun skoða Calais og næsta nágrenni. Ágætis spá er fyrir næstu daga, sólríkt og um 20 stiga hiti en vindur verður áfram nokkuð sterkur, amk fram á laugardag. Hiti sjávar er um 14 gráður. Sundréttur Árna hefst formlega núna á miðnætti en nokkuð útséð er með að ekki gefist færi til að hefja sund fyrr en eftir amk 2 sólarhringa, en allt getur svo sem gerst og við munum reglulega gefa frá okkur stuttar fréttir og tilkynningar hér á síðunni svo fylgist vel með framvindunni hér á vefsíðunni okkar.
Pages
Wednesday, July 6, 2011
Miðvikudagur 6. júlí í Dover
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Note: Only a member of this blog may post a comment.