Pages

Friday, July 8, 2011

Föstudagur 8. júlí í Dover

Árni er að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir sundið sem nú er planað að hefjist snemma mánudags. Árni tók góða 1,5 klst æfingu í morgun og fóru Benni, Jón og Haukur með í sjóinn og syntu þeir með í miklum öldugangi og látum sem Benni segir að sé besta æfingin fyrir stóru átökin úti á Ermarsundi. Árni mun nú minnka æfingarnar og nú er mikilvægt að hvíla vel fyrir sundið. Þar sem að það er útséð með að sundið hefjist í fyrsta lagi á mánudagsmorgun ákváðum við að aðstoðarmenn Árna gerðu sér ferð til Calais í Frakklandi á morgun. Benna langar að sjá staðinn þar sem hann kom í land sumarið 2008 þegar hann kláraði Ermarsundið. Hann kom þangað í myrkri og hefur ekki hugmynd um hvernig staðurinn lítur út en okkur skilst að þar sé fallegt. Við ætlum okkur einnig að taka sundsprett á ströndum Frakklands :)
Árni verður eftir í Dover og fer aðeins í sjóinn en hvílist að öðru leiti. Nú er hann byrjaður að "load-a" sig af efnum í vökvaformi sem munu gefa honum auka búst þegar kemur að sundinu.
Við enduðum daginn á góðum skipulagsfundi þar sem farið var yfir langan tékklista, meðal annars hvaða búnað við þurfum að hafa með út á sjó, vistir og annan búnað sem þarf að vera meðferðis. Við fórum yfir sundáætlun og hlutverkaskiptingu um borð.
Í fyrramálið munum við svo halda fund með skipstjóranum okkar Stuart og fara yfir planið. Hann verður búinn að skoða nýjustu veður- og vindaspá og einnig þarf að skoða hvernig stendur á með flóð og ákveða starttímann með hliðsjón af því. Í dag kvöddum við svo félaga okkar í boðsundsveitinni, þau áttu flug heim til Íslands í kvöld með Iceland Express. Bretarnir voru mikið að spyrja okkur hvort annað eldgos væri í vændum því BBC hafði víst flutt fréttir af því að eldfjallið Hekla væri um það bil að fara að gjósa :) Við vorum pollról og sögðum þeim að þetta væri nú ekkert til að hafa áhyggjur af! Nú ef svo illa vill til að Hekla gjósi og við komumst ekki heim þá heitir Árni því að synda fram og tilbaka yfir Ermarsundið ;)
Bestu kveðjur frá öllum heim til Íslands.
p.s. Benni á afmæli á morgun og við ætlum að koma honum á óvart...ekki segja honum frá!

No comments:

Post a Comment

Note: Only a member of this blog may post a comment.