Pages
Sunday, July 10, 2011
Árni þurfti að hætta sundi eftir 36,5 km og tæplega 10 stunda sund
Núna klukkan 15.15 að staðartíma þurfti Árni Þór því miður að hætta sundi yfir Ermarsundið. Axlarmeiðsl og miklir straumar þvinga hann til að taka þessa ákvörðun í samráði við skipstjórann og atstoðarmenn sína um borð. Árni hafði þá synt í nákvæmlega 9 klukkutíma og 33 mínútur og lagt að baki 36,5 kílómetra. Árni var að öðru leyti í mjög góðu ásigkomulagi þegar hann kom um borð og vildi hann skila þakklæti til allra sem hafa fylgst með og veitt sér stuðning í þessu krefjandi verkefni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Stóðst þig vel félagi. Nú er bara að stunda axlaræfingar í allan vetur og taka þetta næsta sumar.
ReplyDeleteEinmitt, mikil baratta, Thvilikir straumar. Tekur thetta naest !
ReplyDeleteEr einhver annar Íslendingur en Benni sem hefur synt lengra? Addi er sannkölluð Íslensk hetja!
ReplyDeleteÞú ert bara FLOTTASTUR Addi minn!!!! ;o)
ReplyDeleteFrábært afrek Árni - til lukku með góðan árangur! Tekur þetta næst :)
ReplyDeleteÞú ert stór hetja að leggja út í þetta Árni minn. Var hrædd um tíma að hákarl nartaði í þig ;) Farðu vel með þig og vonandi batnar öxlin sem fyrst.
ReplyDeleteþú ert langflottastur Árni og þú mátt vera stoltur af þessu sundi. ég knúsa þig þegar þu kemur heim:)))
ReplyDeletekv dáni
Góð tilraun Árni. Búið að vera frábært að fylgjast með þér undirbúa þig. Gangi þér vel með framhaldið.
ReplyDelete9klst og 33min!! Já sæll. Glæsilegur árangur Árni og gangi þér vel með framhaldið.
ReplyDeleteKveðja Davíð og Sigga.
Til hamingju með frábæran árangur, það er meira en að segja það að leggja í svona þrekvirki, Árni er fjórði Íslendingurinn til að þreyja þessa raun og væntanlega ekki sá síðasti. Tæknilega séð frá mínu sjónarhorni þá hafa þeir allir synt yfir Ermasundið, Eyjólfur Jónsson, Benedikt Lafluer, Benedikt Hjartarson sem jafnframt er sá fyrsti til að ljúka því alla leið og nú Árni, því stysta veglengd milli Englands og Frakklands er um 32 KM og allir hafa þeir synt amk þá vegalengd, en sundið telst ekki gilt nema gengið sé á land Frakklandsmegin og eru eftirlitsdómarar með hverjum sundmanni til að staðfesta afrekið, ég segi því en og aftur til hamingju með glæstan árangur Árni.
ReplyDelete