Pages
Sunday, July 10, 2011
Árni þurfti að hætta sundi eftir 36,5 km og tæplega 10 stunda sund
Hægt að fylgjast með ferðum annarra sundmanna á Ermarsundi

Árni orðinn mjög tæpur, axlarmeiðsl farin að gera vart við sig
Árni heldur áfram
Nú er sólin farin að skína hér Frakklands megin og Árni fær orku frá henni og hefur heldur hert sundið. Nú þarf hann virkilega að taka á því og það er alls enginn uppgjafartónn í honum. Jón synti með honum í tæpan klukkutíma. Benni mun líklega fara útí kl 12.00 að íslenskum tíma og synda með Árna. Vindur er 5 m/s, lofthiti er 14,6 og sjávarhiti 14,3
Árni er núna búinn að vera 7 tíma og 30 mínútur á sundi og hefur lagt 30 km að baki. Þess má geta að heimsmetið er rétt rúmlega 7 tímar og lengsti skráði tími einstaklings yfir Ermarsundið er 28 klukkustundir. Aðeins hefur einum solosundmanni tekist að ljúka Ermarsundi í ár, það var Marcella Mcdonald frá Bandaríkjunum sem gerði það 26. júní á 10 klst og 34 mínútum.
Sendum Jón út í til að hvetja Árna til dáða.
Sendum Jón út í til að hvetja Árna til dáða. Árni hefur hægt verulega á sér og þarf að herða sig. Miklir og sterkir straumar hafa borið okkur af leið. Bíðum eftir að straumar verði okkur hagstæðari. Aukasundmaðurinn má vera klukkutíma mest í sjónum. Svo verður að líða að lágmarki klukkustund á milli næsta sundmanns sem syndir með. Nú eru komnir 26 km.
Nálgumst franska lögsögu en Árni þarf að herða sundið.
Nú er Árni búinn að synda í rétt rúmlega 5 klukkustundir og hefur lagt 23 kílómetra að baki. Það er gríðarleg umferð skipa á Sundinu enda um fjölförnustu siglingaleið í heimi að ræða. Franska landhelgisgæslan var að senda út tilkynningu til skipa að vara sig á sundfólki.
Rúmlega 15 km búnir af sundinu
Hægt er að fylgjast með ferðum Árna á sérstakri vefsíðu hér.
3 matargjafir búnar
Árni búinn med 2.2 kílómetra á 30 mínútum, útfallid hjálpar.
Hitastig sjávar er 15,8 og lofthiti er 17 grádur.
Saturday, July 9, 2011
Nýjustu upplýsingar: lagt af stað kl. 05.00 í fyrramálið

Erum enn að bíða eftir staðfestingu á sundinu frá skipstjóranum okkar
Friday, July 8, 2011
Föstudagur 8. júlí í Dover
Árni verður eftir í Dover og fer aðeins í sjóinn en hvílist að öðru leiti. Nú er hann byrjaður að "load-a" sig af efnum í vökvaformi sem munu gefa honum auka búst þegar kemur að sundinu.
Við enduðum daginn á góðum skipulagsfundi þar sem farið var yfir langan tékklista, meðal annars hvaða búnað við þurfum að hafa með út á sjó, vistir og annan búnað sem þarf að vera meðferðis. Við fórum yfir sundáætlun og hlutverkaskiptingu um borð.
Í fyrramálið munum við svo halda fund með skipstjóranum okkar Stuart og fara yfir planið. Hann verður búinn að skoða nýjustu veður- og vindaspá og einnig þarf að skoða hvernig stendur á með flóð og ákveða starttímann með hliðsjón af því. Í dag kvöddum við svo félaga okkar í boðsundsveitinni, þau áttu flug heim til Íslands í kvöld með Iceland Express. Bretarnir voru mikið að spyrja okkur hvort annað eldgos væri í vændum því BBC hafði víst flutt fréttir af því að eldfjallið Hekla væri um það bil að fara að gjósa :) Við vorum pollról og sögðum þeim að þetta væri nú ekkert til að hafa áhyggjur af! Nú ef svo illa vill til að Hekla gjósi og við komumst ekki heim þá heitir Árni því að synda fram og tilbaka yfir Ermarsundið ;)
Bestu kveðjur frá öllum heim til Íslands.
p.s. Benni á afmæli á morgun og við ætlum að koma honum á óvart...ekki segja honum frá!
Veður í Dover og á Ermarsundi

Fróðleikur um Ermarsund
Þar má finna ýmsan fróðleik svo sem hverjir hafa klárað Ermarsund í ár og fyrri ár.
Upplýsingar um skipstjórann okkar Stuart er að finna hér. Þegar sundið hans Árna hefst má fylgjast með ferðum okkar og skipsins Sea Leopard hér.
Margar skondnar en strangar reglur gilda í Ermarsundinu svo það að frá þeim tíma sem sundmaður fer af stað frá Dover og þar til hann nemur land á ströndum Frakklands má hann ekki snerta neitt nema sjóinn og matinn sinn!! Öll snerting við bát og fólk þýðir að sundmaður er út leik. Sjá meira um þetta hér á reglusíðu CSA.
Thursday, July 7, 2011
Nýjar myndir frá Dover
Fimmtudagur 7. júlí í Dover
Wednesday, July 6, 2011
Miðvikudagur 6. júlí í Dover
Góður dagur að baki. Alls komu 7 Íslendingar til Dover í dag og bættust við hópinn. Veður var með ágætum, um 20 stiga hiti en töluverður vindur í sundinu. Árni Þór tók góða æfingu í morgun í höfninni og þar var tölvuverð alda sem gott er að æfa sig á því þær verða fleiri og meiri úti á Sundinu! Eftir sundsprett seinnipartinn fór hópurinn á enska knæpu til að borða og skipuleggja morgundaginn. Hluti hópsins ætlar til Frakklands á morgun og mun skoða Calais og næsta nágrenni. Ágætis spá er fyrir næstu daga, sólríkt og um 20 stiga hiti en vindur verður áfram nokkuð sterkur, amk fram á laugardag. Hiti sjávar er um 14 gráður. Sundréttur Árna hefst formlega núna á miðnætti en nokkuð útséð er með að ekki gefist færi til að hefja sund fyrr en eftir amk 2 sólarhringa, en allt getur svo sem gerst og við munum reglulega gefa frá okkur stuttar fréttir og tilkynningar hér á síðunni svo fylgist vel með framvindunni hér á vefsíðunni okkar.
Tuesday, July 5, 2011
Fréttir af boðsundsveitinni
Monday, July 4, 2011
Sunday, July 3, 2011
Saturday, July 2, 2011
Ermarsund 2011
Friday, July 1, 2011
Wednesday, June 29, 2011
Monday, June 27, 2011
Að loknu vel heppnuðu Securitas sólarhringssjósundi.
Óhætt er að segja að sundið hafi heppnast vel í alla staði. Næst á dagskrá er Ermarsund 2011
Við náðum að slá margar flugur í einu höggi:
1. fluga -> Framkvæma fyrsta sólarhringssjóund (Boðsund) við strendur Íslands
2. fluga -> Undirbúa og æfa boðsundsveit og Árna fyrir þrekraunir Ermarsundsins
3. fluga -> Síðan ekki síst, fjölmiðlaathygli sem kynnti Ermarsundið hans Árna Þórs og boðsundsveitarinnar
Nokkrar staðreyndir um sundið:
- 6 manna boðsundsveitin synti um 70 km. Hver synti í 30 mín hólfum í átta umferðum. Hver sundgarpur synti því í 4 klst og að meðatali um 12 km.
- Sjóhiti var frá 9° - 12 °
- Sundið var synt í óhitaeinangri sundfötum (hefðbundnum sundskýlum) og allir voru ósmurðir (Án feiti) allan tímann. Yfir há nóttina brá Heimir sér í óhitaeinangri swimskin keppnisgalla.
- Margir komu og syntu með görpunum. Fyrst ber að nefna Árna sem synti sirka 3 klst 30 mín allt er tekið saman. Hann synti mest með Ásgeiri og síðan var hann að æfa matargjafir. Þórdís Hrönn Pálsdóttir, Drangeyjarkappi lét sjá sig þrisvar og synti í um 1 klst. Hafnfirðingurinn og sundgarpurinn Guðni Guðnasson synti með okkur tvisvar í röð í fyrstu umferðinni. Benni Hjartar, Ermarsundgarpur var hópnum og Árna til halds traust og miðlaði reynslu sinni og síðan ekki síst orkubitunum "gullabiti" sem hann bakar svo snilldarlega
- Fyllsta öryggis var gætt. Björgunarsveitarmenn úr Kópavog fylgdu okkur frá kl 19:00 - 10:00. Eftir það syntum við meðfram ströndinni og létum alltaf einhvern fylgjast með.
MBL.is 24. júlí
Bylgjan hádegisfréttir 26. júlí
Stöð fréttir 25. júlí
Útvarpsfréttir RUV 24. júlí
RUV sjónvarpsfrétt 24. júlí
Svo að lokum, nokkur vídeó
Saturday, June 25, 2011
Fyrsta sólarhrings Sjóboðsund við strendur Íslands staðreynd
Nú rétt rúmlega kl 19:10 kláraði Ásgeir Járnkall sína 8. umferð og þar með var fyrsta sólarhringssjóund við strendur Íslands staðreynd. Árni Þór synnti með honum og þeim var vel fagnað.
Hópurinn synti um 70 km (69,5km) í 9° til 12° heitum sjó. Veður var gott allann tímann.
Von er á fleiri upplýsingum á morgum.
Nú styttist í annan endann
8. og síðasta umferðin byrja um 16:10. Röðin er eins og hún verið allt sundið:
1610 Heimir Örn
1640 Hálfdán
1710 Kristinn
1740 Birna
1810 Björn
1840 til 1910 Ásgeir
Búinn að synda um 70 km og allir orðnir þreyttir og "létt" steiktir af svefnleysi og þrekraunum í sjónum.
Við munum ljúka þessu fyrsta Sólarhrings sjósundi Íslandssögunar með stæl. Spurning hvort viðtökum plankann með honum Ásgeiri í lokasundinum ??
Við klárum þetta !
Þriðja umferð að klárast
Nú stendur yfir þriðja umferð. Heimir byrjaði hana kl 01:10. Hver sundmaður syndir í 30 mín sem þýðir að hann þarf að fara 8 sinnum ofaní. Hér má sjá röðina. Nú fer að reyna mannskapinn þar sem úti og sjóhiti lækkar yfir nóttina og líkamshiti garpana fellur niður. Menn úr björgunarsveit Kópavogs standa vaktina á fylgdarbát sínum með myndarbrag og sjá til þess að fyllsta öryggis sé gæts. Stillt veður, 9° útihiti og sjórinn um 10°.
Friday, June 24, 2011
Plankað inn í nætursólina
Sundið gengur mjög vel . Komnir í aðra umferð en Birna er að skiptir nú við Kristinn. Kvöldið einstaklega falleg í Nauthólsvíkinni og stemmningin fín í hópnum.
Hægt að fylgjast með skiptingum hér
20:40 Birna skiptir við Kristinn
Guðni Guðnason sjósundgarpur úr Hafnarfirðinum syndir með Birnu til að sína stuðning sinn við verkefnið
Árni og Heimir tóku fyrsta sprett
Thursday, June 23, 2011
Monday, June 20, 2011
Securitas Jónsmessu sólarhringssjósund
Þann 24. júní, Jónsmessudag ætlar hópur sjósundsgarpa að synda sólarhringssjósund í Nauthólsvíkinni.
Sundið er liður í að kynna og undirbúa 6 manna boðsundsveit og Árna Þór Árnason í að sigra Ermarsundið í byrjun júlí á þessu ári.
Boðsundsveit ásamt Árna munu byrja á jónsmessudegi 24. júní kl 19:00 og sundið mun standa yfir til kl 19:00, þann 25. júní. Hver sundmaður í sveitinni syndir yfir til Kópavogs og aftur til baka í Nauthólsvíkina eða meðfram ströndinni. Til að standast kröfur fyrir Ermarsund þarf Árni að synda í 6 klst í sjó. Stefnt er á að Árni æfi fæðuinntöku úr bát ásamt öðrum tækniatriðum sem þarf að æfa fyrir Ermarsundið.
Fyllsta öryggis verður gætt en björgunasveit Kópavogs munu skiptast á að fylgja sjósundsgörpunum allan sólarhringinn.
Hægt verður að sýna sundmönnunum stuðning með því að synda með þeim eða hvetja þá áfram í fjöruborðinu.
Yfir daginn, 25 júní er stefnt á að bjóða upp ýmsa skemmtilega viðburði. Meðal annars getur fólk kynnt sér undirbúninginn og þann búnað sem þarf til að sigra Ermarsundið. Benedikt Hjartarson sem var fyrstur Íslendinga til að sigra Ermarsundið verður á staðnum til að fræða fólk um Ermarsundið og undirbúning þess.
Mætið eða fylgist hér með á ermarsund.com og Facebooksíðu og látið ekki þennan einstaka atburð framhjá ykkur fara.